Í BA ritgerð minni um græna félagsráðgjöf og sjálfbærni svara ég spurningunum, hvað er græn félagsráðgjöf?, hver eru tengsl félagsráðgjafar við sjálfbærni og umhverfisvernd?, hvert er hlutverk grænna félagsráðgjafa? Eftir því sem best er vitað er þetta fyrsta ritsmíðin um græna félagsráðgjöf á íslensku og það reyndist vandasamt að skrifa í fyrsta sinn á íslensku um nýtt svið og hafa ekki hugtök á reiðum höndum. Það er von mín að þýðingarnar nýtist við uppbyggingu á sviðinu til framtíðar.
http://skemman.is/handle/1946/18104
MA lokaverkefnið mitt er tilviksrannsókn (case study) á viðbrögðum Rauða krossins í kjölfar efnahagskreppu árið 2008. Þar svaraði ég spurningunum, hver voru viðbrögð Rauða krossins á Íslandi í kjölfar efnahagskreppu árið 2008?, hvers konar aðstoð var veitt í kjölfar efnahagskreppu?, hverjir voru taldir í brýnustu þörf fyrir stuðning?, hvernig var nýting mannauðs?
Þar tók ég rýnihópaviðtal við starfsfólk Rauða krossins og einstaklingsviðtöl við sjálfboðaliða sem höfðu nýtt sér þjónustu í Rauðakross húsi. Það var eitt af viðbrögðum Rauða krossins að setja á laggirnar Rauða kross hús þar sem m.a. var aðstoð við atvinnuleitendur og veittur sálrænn stuðningur.
http://hdl.handle.net/1946/23339