Græn félagsráðgjöf

GreenSocialWork.is

Menu
  • Bloggið
  • Um mig
  • BA & MA lokaverkefni mín
  • Tenglar á greinar og fleira
  • Bloggið
  • Um mig
  • BA & MA lokaverkefni mín
  • Tenglar á greinar og fleira
  • Heim/
  • Um mig

Um mig

Ég er MA félagsráðgjafi og handleiðari með dioploma gráðu í áfengis- og vímuefnamálum. Tek þátt í samfélagsumræðunni og gef þeim málefnum rödd, sem ég tel mikilvægt að styðja. Er með sérstaka áherslu á græna félagsráðgjöf sem leggur áherslu á verndun náttúrunnar í víðasta skilningi að dýravernd meðtalinni. Félagsráðgjöf snýst þó alltaf um mannréttindi og félagslegt réttlæti og félagsráðgjafi vinnur gegn mannréttindabrotum hvar svo sem þau eiga sér stað. Málsvarahlutverk félagsráðgjafa er í samræmi við siðareglur greinarinnar hér Umhverfisvernd tengist málsvarahlutverki félagsráðgjafa líkt og niðurstöður BA ritgerðar minnar bera með sér.

Áhersla félagsráðgjafar hefur ávallt verið á manneskjuna í samspili við umhverfið. Uppi eru sjónarmið ýmissa fræðimanna um að félagsráðgjöfum beri að tala fyrir félagslegu réttlæti í sinni víðustu mynd að meðtöldu umhverfisréttlæti, þar sem heilsusamlegt umhverfi er hluti af mannréttindum og mannlegri reisn. Ójafn aðgangur að auðlindum í samfélögum skapar ójöfnuð og fátækt í stað sjálfbærni sem hugar að samspili umhverfis, efnahags, samfélags og velferðar. Félagsleg sjálfbærni felur í sér að veita fátæku fólki og öðrum jaðarhópum aðgang að auðlindum líkt og hefð er fyrir í félagsráðgjöf. Hlutverk félagsráðgjafa samkvæmt grænni félagsráðgjöf eru nátengd hefðbundinni samfélagsvinnu og miða að því að auka velferð og lífsgæði einstaklinga, hópa og samfélaga. Í því sambandi aðhyllist undirrituð húsnæði fyrst hugmyndafræðina og skaðaminnkandi nálgun í áfengis og vímuefnamálum.

Með kveðju

Berglind K. Þórsteinsdóttir

Græn félagsráðgjöf á Facebook

Mest lesið

  • Græn félagsráðgjöf.

  • Umhverfisslys við Reynisvatn!

  • Umhverfisfélagsráðgjöf

Græn félagsráðgjöf á Twitter

Error: Could not authenticate you. (error code: 32).
For more information, visit Error Codes & Responses.

Nonviolence is the key to global sustainable peace. It is important to promote peace and tolerance for diversity. It is also important to care about the well being of others as well as the well being of our mother earth. Green Social Work includes nature in a broad sense. The physical environment is a necessary extension of the "person in environment" perspective, that has long shaped the profession.

Tilgangur: Að skapa umræður um græna félagsráðgjöf. Purpose: Discuss green social work. [email protected] | Vefhönnun: Tónaflóð heimasíðugerð